Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. apríl 2020 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hundur Maríu slær í gegn - „Hann hefur hjálpað mér mikið"
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir.
Mynd: Getty Images
María Þórisdóttir, leikmaður Chelsea og norska landsliðsins, er í skemmtilegu viðtali við K9 Magazine um hundinn sinn Theo.

Theo hefur nefnilega leikið aðalhlutverk í æfingamyndböndum sem María hefur birt á samfélagsmiðlum.

„Theo er Golden Retriever og er aðeins meira en fjögurra ára gamall," segir María. „Hann er alltaf í kringum fæturna mína hvert sem ég fer. Mér líður stundum eins og hann sé manneskja. Hann er bara mjög góður hundur."

„Pabbi minn segir alltaf að Theo sé eins og sálfræðingur vegna þess að hann hefur verið það fyrir mig. Þegar ég fékk hann árið 2015 var ég meidd í tvö ár og var í vandræðum. Hann hefur hjálpað mér mikið því hann fær mig til að hugsa um aðra hluti. Ég veit ekki hvað ég myndi gera án hans."

María segir þá að Theo væri góður markvörður, en hér að neðan má sjá nokkur æfingamyndböndin.

María á rætur að rekja til Íslands, en faðir hennar er Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.




Athugasemdir
banner
banner