Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard sagður hringja í Mertens nær daglega
Mynd: Getty Images
Vincenzo Morabito, sérfræðingur um félagaskipti á Ítalíu, sagði í gær frá því að Frank Lampard, stjóri Chelsea, væri í miklu sambandi við Dries Mertens, framherja Napoli.

Mertens hefur verið á Ítalíu í tæp sjö ár en hann kom frá PSV árið 2013 á 8,5 milljónir punda. Mertens hefur á tæpum sjö árum hefur hann skorað 121 mark og lagt upp 73 stoðsendingar. Í upphafi lék hann á vængnum en færði sig í stöðu framherja og byrjaði þá að blómstra þegar kemur að markaskorun.

Mertens er að renna út á samningi hjá Napoli og er Lampard sagður hafa áhuga á að fá hann til Lundúna. Morabito segir Lampard hringja nær daglega í belgíska framherjann til að ræða málin.

„Mertens vildi í upphafi vera áfram hjá Napoli en umboðsmaðurinn hans fór að spyrja félög hvort þau hefði áhuga og því hlýtur staða hans að hafa breyst. Ég veit þetta því ég vann í kringum Olivier Giroud málið þegar Giroud ætlaði að fara frá Chelsea í janúar. Þá bauð Chelsea Mertens góðan samning," segir Morabito.

„Chelsea hefur nú framlengt við Giroud til að koma í veg fyrir að hann fari frítt en félagið er enn áhugasamt um Mertens og Lampard hringir nær daglega í Belgann. Ég get vel séð fyrir mér að Mertens endi hjá Chelsea."
Athugasemdir
banner
banner
banner