Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa að æfa með grímur
Mynd: Getty Images
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Það virðist ríkja bjartsýni fyrir því í Englandi að enn sé hægt að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Það er áætlað að byrja aftur keppni í viku tvö í júní og klára mótið þá seint í júlí. Það verður rætt frekar á fundi á morgun, en það þarf ýmislegt að ganga upp svo hægt sér að gera þetta.

Þessi áætlun ber heitið "Project Restart". Vonast er til þess að byrja aftur að æfa í litlum hópum snemma í maí og svo aftur að fullu í lok maí. Aðeins verður snúið aftur til æfinga ef stjórnvöld samþykkja það.

Richard Garlick, yfirmaður knattspyrnumála hjá ensku úrvalsdeildinni, er búinn að teikna upp plan svo hægt sé að byrja aftur. Í planinu er meðal annars það að prófa alla leikmenn fyrir kórónuveirusmiti 48 klukkustundum áður en æfingar hefjast. Leikmenn verði svo áfram prófaðir að minnsta kosti tvisvar í viku.

Enska úrvalsdeildin muni borga fyrir prófið og þau verði fengin úr einkageiranum og ekki tekin af heilbrigðiskerfinu.

Sky Sports fjallar um aðrar tillögur. Það er til dæmis að:

- Allir fótboltar, GPS-tæki, keilur, hornfánar, markstangir og önnur tæki verði sótthreinsuð fyrir og eftir notkun af starfsfólki með hlífðarbúnað.
-Leikmenn verði alltaf með grímur.
-Það verði þrjú bílastæði á milli bíla.
-Enginn nudd nema þau séu samþykkt af læknum félagsins.
-Vökvar verði skildir eftir á ákveðnum stað.-
-Heimsóknir í félagshús aðeins leyfðar til að fara á salerni.
-Aðeins fimm leikmenn í hverjum hóp til að byrja með.
-Leikmenn og starfsfólk má ekki hrækja á æfingasvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner