Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. apríl 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester United gefur 60 þúsund máltíðir
Mynd: Getty Images
Manchester United mun gefa heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi 60 þúsund fríar máltíðir á þessum erfiðu tímum.

Mikið er á heilbrigðisstarfsfólki um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins. Í Bretlandi hafa meira en 26 þúsund manns látist vegna kórónuveirunnar.

Á næstu vikum verður máltíðum dreift á fjóra mismunandi staði í Manchester fyrir heilbrigðisstarfsfólk og verður fyrsti skammturinn sendur út á morgun.

Manchester United sér um þetta verkefni ásamt Manchester United Foundation, Mealforce og Bidfood, sem sér um veitingarekstur Manchester United.

Meira en 80 í starfsflota Manchester United hafa boðist til þess að hjálpa við að undirbúa máltíðirnar og fylgja á meðan breskra stjórnvalda varðandi kórónuveirufaraldurinn.

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, segir að félagið ætli að halda áfram að láta gott af sér leiða. „Önnur knattspyrnufélög hafa einnig verið að gera flotta hluti og því fögnum við. Það er frábært að sjá knattspyrnusamfélagið stíga upp."
Athugasemdir
banner
banner