fim 30. apríl 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
PSG verður meistari í Frakklandi
Mynd: Getty Images
L'Equipe greinir frá því í dag að PSG verði meistari í Frakklandi á þessu tímabili þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að klára ekki tímabilið.

Allir íþróttaviðburðir í Frakklandi eru bannaðir þar til í ágúst vegna kórónaveirunnar.

Tíu umferðir voru eftir í Frakklandi en PSG var með tólf stiga forskot á toppnum þegar keppni var hætt.

L'Eqiupe segir að PSG verði meistari og Amiens og Toulouse falli. Nimes sleppur við fall en liðið var í umspilssæti þegar flautað var af. Lorient og Lens koma upp um deild.

Auk PSG fara Marseille og Rennes í Meistaradeildina en Lille, Reims og Nice fara í Evrópudeildina.

UPPFÆRT: Franska knattspyrnusambandið hefur staðfest þetta. PSG er meistari 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner