Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rudiger: Það má gefa Liverpool titilinn
Rudiger með Evrópudeildarbikarinn sem Chelsea vann á síðustu leiktíð.
Rudiger með Evrópudeildarbikarinn sem Chelsea vann á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, segir að Liverpool eigi að fá Englandsmeistaratitilinn ef það verður metið þannig að ekki sé hægt að klára tímabilið vegna kórónuveirufaraldursins.

Rudiger vonast til þess að hefja keppni aftur, en segir jafnframt að sér myndi ekki líða vel með það ef fólk er enn að deyja um allan heim vegna veirunnar.

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppnum og á níu leiki eftir. Mannchester City, sem er í öðru sæti, á eftir að spila tíu leiki.

„Hvað mig varðar þá mega þeir gefa Liverpool titilinn," sagði Rudiger í viðtali við ZDF. „Liverpool á skilið að vinna titilinn, ég veit ekki einu sinni hvað þeir eru með mörg stig í forystu."

„Auðvitað vona ég að tímabilið geti hafist aftur, en það má aðeins gerast ef það er engin hætta. Málið er það að Liverpool myndi hvort sem er vinna."

Chelsea var í fjórða sæti áður en hlé var gert á deildinni og í harðri Meistardeildarbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner