fim 30. apríl 2020 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Spilar KA í Boganum í lok móts?
Úr leik á Greifavellinum í fyrra.
Úr leik á Greifavellinum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Möguleiki er á að KA þurfi að spila síðustu leiki sína í Pepsi Max-deildinni í ár inni í Boganum. Greifavöllurinn á Akureyri er oft í slæmu ásigkomulagi á haustin og nú er ljóst að leikið verður í Pepsi Max-deildinni út október.

„Það hefur oft verið erfitt hjá okkur með síðustu leikina í september," sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti Fótbolta.net.

„Þegar það koma haustlægðir og rigning koma þá eru drenlagnirnar á Greifavellinum ekki alltof góðar. Ef það bætist við snjór líka þá gæti þetta orðið erfitt. Eins og staðan er í daga er ekki hægt að setja mótið öðruvísi upp og það þarf allt að ganga upp til að þetta gangi svona."

KA gæti því farið inn í Boga með síðustu heimaleikina ef að Greifavöllurinn verður ekki í lagi.

„Það gæti alveg orðið niðurstaðan að við þurfum að taka einn eða tvo leiki þar í restina. Við vonum að við getum klárað þetta úti en við tökum stöðuna þegar þar að kemur," sagði Sævar.

KA-menn eiga draum um að búa til heimavöll á félagssvæði sínu en þær áætlanir eru í bið í bili vegna kórónaveirunnar eins og fram kemur í spjallinu við Sævar.
Útvarpsþátturinn - Halló Akureyri! Heimsókn til KA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner