Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
VÍS-mótið haldið 30. - 31. maí
Liðsmynd af stúlknaliði Þróttar frá mótinu árið 2010.
Liðsmynd af stúlknaliði Þróttar frá mótinu árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
VÍS-mótið verður haldið í Laugardalnum þann 30.- 31. maí. Þar fá drengir og stúlkur í 6., 7. og 8. flokki tækifæri á að spreyta sig. Nánar má lesa um mótið hér að neðan en athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi liða kemst að á mótinu.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu mótsins þar sem hægt er að skrá sig.

VÍS-MÓTIÐ Fótboltahátíð VÍS og Þróttar
Haldin í Laugardalnum 30.-31. maí 2020

Knattspyrnufélagið Þróttur í samstarfi við VÍS, Vátryggingafélag Íslands - boðar til knattspyrnuhátíðar fyrir yngstu iðkendurna, drengi og stúlkur í 6., 7., og 8. flokki dagana 30.- 31. maí í Laugardalnum, þar sem allar aðstæður eru hinar bestu.

Þetta er í fimmtánda sinn sem Þróttur boðar til þessarar hátíðar undir merkjum jákvæðs anda og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Skipt verður í styrkleikaflokka eftir fjölda þátttakanda. Miðað við þátttöku undanfarinna ára verður keppt í A, B, C og D liðum hjá drengjum og í A, B og C liðum hjá stúlkum. 6. flokkur drengja spilar 7 manna bolta - Aðrir flokkar spila 5 manna bolta. Allir fá þátttökuverðlaun auk annarra smágjafa.

Þrátt fyrir að mótið sjálft standi í tvo daga, spilar hvert lið hálfan dag. Lögð er áhersla á að allar tímasetningar standist. Miðað er við að 6. og 8. flokkur spili á laugardegi og 7. flokkur á sunnudegi.
Nánari upplýsingar um tímasetningar um leiki verða kynntar þegar skráningar liggja fyrir.

Í Laugardalnum hafa Reykjavíkurborg og Þróttur byggt upp aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í einstæðu umhverfi. Þetta umhverfi skapar mótinu glæsilega umgjörð og eykur mjög á gildi þess. Við viljum því hvetja þig til að eyða þessum fyrstu dögum sumars með okkur í Laugardalnum.

Að þessu sinni verður mótið með aðeins öðru sniði en venjulega vegna þess ástands sem ríkir í samfélaginu og þeirra tilmæla sem borist hafa frá heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum. Fjöldatakmarkanir verða á áhorfendum og fylgjendum hvers liðs en reiknað er með því að 2 þjálfarar/fylgdarmenn séu með hverju skráðu liði og fjöldatakmarkanir áhorfenda verða gefnar út þegar nær dregur móti og leiðbeiningar hafa borist frá yfirvöldum. Rétt er að koma þessu á framfæri við foreldra/forráðamenn krakkanna sem taka munu þátt í mótinu.

Skráning liða er rafræn og hægt er að skrá í mótið á síðu mótsins, https://www.trottur.is/vis-motid/

Einnig má senda skráningu beint á Íþróttastjóra Þróttar á netfangið [email protected]

Takmarkaður fjöldi liða kemst að á mótið.

Þátttökugjald er 3500 kr á þátttakanda og munu greiðsluupplýsingar verða birtar þegar nær dregur móti. Nýjustu upplýsingar um mótið birtast á facebook síðu VÍS- MÓTISINS, https://www.facebook.com/VISmotid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner