Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. apríl 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Woodward: Man Utd í betri stöðu en flest félög
Mynd: Getty Images
„Eins og ég hef sagt áður og ég hef sagt þetta oft - við höldum áfram að styðja við Ole svo hann geti unnið titla."

Manchester United stefnir á að vera mjög samkeppnishæft þegar kemur að félagaskiptaglugganum í sumar. Þetta segir Ed Woodward og segir þó að félagið sé ekki ónæmt fyrir þeim afleiðingum sem kórónaveiran hefur haft á viðskiptalíf í heiminum.

„Það er að einhverju leyti óviðeigandi að sjá sögusagnir um félagaskipti leikmanna sem kosta hundruðir milljóna punda á þessum tímum," sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, í dag.

„Þetta er ekki í neinu samhengi við það sem er að gerast í heiminum og þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á knattspyrnufélög almennt. Það er þó satt að við hjá félaginu (Manchester United) erum í sterkri stöðu miðað við mörg félög en við erum ekki ónæmir fyrir ástandinu."

„Við sjáum leið sem við getum farið á þessum tímum og við stefnum að vera mjög samkeppnishæfir á markaðnum. Eins og ég hef sagt áður og ég hef sagt þetta oft - við höldum áfram að styðja við Ole svo hann geti unnið titla."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner