Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. maí 2013 21:55
Sebastían Sævarsson Meyer
Fram sló út Val - Stjarnan vann Þór í vító
Hólmbert Aron skaut Fram áfram.
Hólmbert Aron skaut Fram áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Stjarnan voru að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fram lagði Val 2-1 í skemmtilegum nágrannaslag á meðan Stjarnan sló út Þór í vítaspyrnukeppni.

Fram var 1-0 yfir í hálfleik gegn Val eftir að Almarr Ormarsson kom gestunum yfir eftir laglega sókn en Valur fékk síðan vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik og úr henni skoraði Rúnar Már Sigurjónsson af miklu öryggi. Staðan þá jöfn 1-1.

Það var síðan Hólmbert Aron Friðjónsson sem skoraði 2-1 sigurmark Fram á 77. mínútu eftir góðan undirbúning hjá Samuel Hewson.

Stjarnan komst þá áfram gegn Þór en leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni. Staðan var jöfn 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því var framlengt. Eftir framlengingu var staðan 3-3 og réðust því úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan haði betur 4-3.

Valur 1 - 2 Fram
0-1 Almarr Ormarsson ('29)
1-1 Rúnar Már Sigurjónsson ('49)
1-2 Hólmbert Aron Friðjónsson ('77)
Rautt spjald: Haukur Páll Sigurðsson, Valur ('81)

Þór 3 - 3 Stjarnan (3-4 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Halldór Orri Björnsson ('24)
1-1 Jóhann Helgi Hannesson ('27)
1-2 Baldvin Sturluson ('60)
2-2 Jóhann Helgi Hannesson ('90+2)
2-3 Veigar Páll Gunnarsson ('96)
3-3 Jóhann Þórhallsson (117, víti)
Rautt spjald: Hörður Árnason, Stjarnan ('115)

Vítaspyrnukeppnin:
0-0 Jóhann Þórhallsson (Þór ) Misnotað víti
0-1 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
0-1 Mark Tubæk (Þór ) Misnotað víti
0-2 Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
1-2 Chukwudi Chijindu (Þór )
1-3 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
2-3 Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
2-3 Martin Rauschenberg (Stjarnan) Misnotað víti
3-3 Sveinn Elías Jónsson (Þór )
3-3 Atli Jóhannsson (Stjarnan) Misnotað víti
3-3 Srdjan Rajkovic (Þór ) Misnotað víti
3-4 Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner