Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Wentzel Steinarr spáir í 5. umferð færeysku Betri-deildarinnar
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban.
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dánjal á Lakjuni.
Dánjal á Lakjuni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á meðan beðið er eftir að keppni hefjist á Íslandi þá beinum við sjónum okkar áfram að Betri-deildinni í Færeyjum en fimmta umferðin þar hefst á mánudag, annan í hvítasunnu.

Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, fyrrum fyrirliði Aftureldingar og fyrrum U21 landsliðsmaður Færeyja, spáir í spilin að þessu sinni.

B36 1 - 2 HB (14:00 á mánudag)
Nágrannaslagur í Gundadal. Gerist ekki betra. Stefnan á hverju ári er aldrei annað en meistaratitil hjá þessum stórveldum. Ég spái svakalegum leik þar sem rígurinn kemur bersýnilega í ljós með tilheyrandi hörku en þetta verður enginn sambabolti. Þetta verður 1-2 sigur HB, þar sem sigurmarkið kemur á síðustu 10 mínútum leiksins.

Víkingur 4 - 0 TB (14:00 á mánudag)
Því miður fyrir TB þá verður þetta þægilegur sigur fyrir Víkinga. TB hefur oft átt í basli þurfa að sýna að þeir eigi heima meðal þeirra bestu. Það mun þó ekki takast í þessum leik. Finnur Justinussen verður í gír hjá Víking og setur 2 mörk. Lokatölur verða 4-0.

Skála 1- 3 NSÍ (16:00 á mánudag)
Skyldusigur fyrir NSÍ. Verður erfiður leikur þar sem Skála kemst yfir snemma leiks og verður 1-0 yfir í hálfleik. Getumunurinn kemur í ljós í seinni hálfleik þar sem NSÍ klára leikinn 1-3.

AB 1 - 1 KÍ (18:00 á mánudag)
Ríkjandi meistarar KÍ munu lenda í vandræðum í þessum leik. Það er dýrt fyrir þessi topp lið að missa stig gegn liðum í neðri hlutanum en það verður raunin í þessum leik. Ég spái 1-1 jafntefli. KÍ mun fá fullt af færum til að klára leikinn en það mun ekki ganga að þessu sinni.

ÍF 2 - 0 EB/Streymur (18:00 á þriðjudag)
Þrátt fyrir að mótið sé nýbyrjað þá er mikilvægt að halda sér nálægt efstu liðunum og þessi lið eru að keppa um það. ÍF-ingar fengu skell í síðasta leik gegn NSÍ 5-0 á meðan EB/Streymur tapaði 3-0 gegn KÍ. ÍF koma ákveðnir til leiks og gera sér lítið fyrir og sigra þennan leik í Fuglafirði 2-0 þar sem Dánjal á Lakjuni setur mark í fyrri hálfleik en annað markið kemur um miðjan seinni hálfleik.

Fyrri spámenn:
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Gunnar Nielsen (5 réttir)
Brynjar Hlöðversson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner