Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dybala ekki með tilboð á meðan beðið er eftir Lukaku
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Inter hefur ekki lagt fram tilboð í Argentínumanninn Paulo Dybala þar sem félagið er að bíða eftir svörum varðandi Romelu Lukaku.

Dybala verður samningslaus í sumar þegar samningur hans við Juventus rennur út í lok júní. Hann hefur verið mest orðaður við Inter og Roma.

Það hefur verið talað um að Inter sé líklegasti áfangastaður hans, en Dybala er ekki enn kominn með tilboð þaðan.

Samkvæmt Corriere dello Sport þá er Inter með Romelu Lukaku fyrir ofan Dybala á sínum óskalista.

Lukaku var besti leikmaður Inter þegar liðið vann ítölsku úrvalsdeildina 2021. Hann var í kjölfarið seldur til Chelsea fyrir tæpar 100 milljónir punda, en fann engan veginn taktinn á tímabilinu með Chelsea - og var hann inn og út úr liðinu.

Það gæti verið fyrir möguleiki fyrir Inter að fá hann aftur í sumar og leikmaðurinn hefur sjálfur talað um það að vilja fara aftur til Mílanó. Inter er núna að kanna þennan möguleika. Ef það gengur ekki upp, þá verður eflaust leitað til Dybala.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner