Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júní 2018 12:53
Ingólfur Páll Ingólfsson
Byrjunarlið Frakklands og Argentínu: Aguero og Higuain á bekknum
Messi þarf að eiga góðan dag ætli Argentína sér áfram.
Messi þarf að eiga góðan dag ætli Argentína sér áfram.
Mynd: Getty Images
Það styttist í fyrsta leik 16-liða úrslitanna er Frakkland og Argentína mætast og nú eru byrjunarliðin klár.

Lið Frakklands er nokkuð sóknarsinnað í dag en þeir Antoine Griezmann, Olivier Giroud og Kylian Mbappe byrja allir. Liðið gerir alls sex breytingar frá jafnteflinu við Danmörku. Varnarlína Frakka þekkir vel til Messi og það er spurning hvort að þeim takist að halda aftur af honum í dag.

Hjá Argentínu er hvorki pláss fyrir Aguero né Higuain. Þá stendur Armani í markinu í stað Caballero sem hefur gert nokkur slæm mistök á mótinu hingað til.

Frakkland
Lloris; Pavard, Varane, Umtiti, Hernandez, Kante, Pogba, Mbappe, Griezmann, Matuidi, Giroud

Argentína
Armani; Mercado, Otamendi, Rojo, Tagliafico, Mascherano, Enzo Perez, Banega, Pavon, Messi, Di Maria
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner