Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 30. júní 2018 09:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Landsliðsþjálfari Úrúgvæ: Allt liðið þarf að stoppa Ronaldo
Það þarf að stoppa Ronaldo í kvöld
Það þarf að stoppa Ronaldo í kvöld
Mynd: Getty Images
Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ segir að það sé enginn einn leikmaður í Úrúgvæ sem getur stoppað Cristiano Ronaldo, heldur þarf allt liðið að stoppa hann í sameiningu.

Ronaldo er af mörgum talinn einn besti knattsyprnumaður sögunnar og skoraði hann 4 mörk í riðlakeppninni á HM

Úrúgvæ og Portúgal mætast í 16-liða úrslitum á HM í kvöld en sigurliðið mætir annað hvort Frakklandi eða Argentínu.

„Það er enginn einn leikmaður sem getur stoppað hann. Við verðum að vinna saman í því að reyna að stoppa hann, svo hann hafi sem minnst áhrif á leikinn," sagði Tabarez

„Þetta verður frábær leikur. Níu byrjunarliðsmenn Portúgals í síðasta leik eru Evrópumeistarar. Það sýnir gæðin í þeim. En við erum vel undirbúnir."
Athugasemdir
banner
banner
banner