Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. júní 2018 17:06
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe: Heiður að vera líkt við Pele
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe var maður leiksins er Frakkland setti fjögur gegn Argentínu í 16-liða úrslitum HM.

Mbappe átti magnaðan leik og réðu Argentínumenn alls ekki við sprengikraftinn hans og tækni.

Mbappe fiskaði vítaspyrnuna sem kom Frökkum yfir og skoraði svo tvennu í síðari hálfleik. Hann er fyrsti táningurinn til að skora tvennu á Heimsmeistaramótinu síðan Pele gerði það fyrir 60 árum.

„Ég er upp með mér. Það er mikill heiður að vera fyrsti táningurinn til að skora tvennu á þessu sviði síðan Pele gerði það," sagði Mbappe.

„Það þarf samt að setja hlutina í samhengi, Pele var í allt öðrum gæðaflokki. Það er samt alltaf gaman að heyra nafnið sitt í sömu andrá og hans."
Athugasemdir
banner
banner