Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. júní 2018 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Rio: Þetta sannar að fótbolti er liðsíþrótt
Mynd: Getty Images
Tveir af bestu knattspyrnumönnum sögunnar voru sendir heim af Heimsmeistaramótinu í dag.

Lionel Messi gat ekki komið í veg fyrir 4-3 tap Argentínu gegn Frakklandi og tókst Cristiano Ronaldo ekki að láta til sín taka í 2-1 tapi Portúgal gegn Úrúgvæ.

Það þykir afar merkilegt að hvorki Messi né Ronaldo hafi nokkurn tímann skorað í útsláttarkeppni HM.

Rio Ferdinand segir þetta sanna að fótbolti er liðsíþrótt. Einstaklingsgæðin skipti litlu máli ef liðið er ekki nógu gott í heild sinni.

„Tveir bestu leikmenn heims detta úr HM á sama degi... Ronaldo verður minnst fyrir þrennuna sem hann skoraði gegn Spáni.. Messi fyrir markið glæsilega gegn Nígeríu!" skrifaði Ferdinand á Twitter.

„Þetta sannar að fótbolti er LIÐSíþrótt!"

Gary Lineker og margir aðrir hafa gripið í svipaða strengi, þar sem bent er á að fótbolti snúist um liðsheildina frekar en einstaklinginn.










Athugasemdir
banner
banner
banner
banner