Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 30. júní 2018 12:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Stuðningsmenn Mexíkó aflýsa hátíðarhöldum á degi hinna dauðu
Það er mikið líf í stuðningsmönnum Mexíkó.
Það er mikið líf í stuðningsmönnum Mexíkó.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Mexíkó í Rússlandi þurftu að aflýsa skrúðgöngu sem átti að vera haldin til þess að fagna degi hinna dauðu.

Hátíðlegt andrúmsloft hefur tekið yfir hluta höfuðborgarinnar í Rússlandi þar sem þúsundir stuðningsmanna hafa safnast saman til þess að horfa á heimsmeistaramótið.

Stuðningsmenn Mexíkó höfðu skipulagt partý til þess að fagna degi hinna dauðu á svæði sem þeim var úthlutað og svo átti að fara í skrúðgöngu að Rauða Torginu nokkur hundruð metrum frá. Einn af skipuleggjendum hátíðarhaldanna segir hinsvegar að yfirvöld hafi skipað þeim að hætta við skrúðgönguna.

Sergei Malinkovich, einn æðsti maðurinn innan Kommúnistaflokksins í Rússlandi hefur sagt að það sé óviðeigandi að fólk klæði sig eins og beinagrindur á einum helgasta reit landsins.

Malinkovich sagði ennfremur að hann hefði áhyggjur af því að þjóðræknir Rússar gætu reynt að stöðva skrúðgönguna og gat ekki tryggt öryggi allra á svæðinu.

Atburðurinn var á endanum haldinn inn á aðdáendasvæðinu og voru nokkur hundruð manns mættir til að fagna. Það varð þó ekkert af skrúðgöngunni. Raunveruleg hátíðarhöld fara svo fram í Mexíkó eftir fjóra mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner