banner
   lau 30. júní 2018 12:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þjálfari Úrúgvæ segir einn leikmann ekki getað stöðvað Ronaldo
Ronaldo hefur verið öflugur á mótinu hingað til.
Ronaldo hefur verið öflugur á mótinu hingað til.
Mynd: FIFA
Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ segir að lið sitt muni ekki missa svefn vegna Cristiano Ronaldo en viðurkennir þó að það sé ekki hægt að biðja einn leikmann um að stöðva Ronaldo.

Úrúgvæ og Portúgal mætast klukkan 18:00 í dag í Sochi en um annan leik 16-liða úrslitanna er að ræða. Sigurvegarinn mætir annaðhvort Argentínu eða Frakklandi sem eigast við klukkan 14:00 í dag.

Tabarez gerir sér vel grein fyrir hættunni sem Ronaldo getur skapað en hann er kominn með fjögur mörk í keppninni hingað til.

Ég trúi því að Ronaldo sé einn besti framherji heims. Í skipulagningu leiksins þarf að einbeita sér að andstæðingnum og hugsa út í þau gæði sem hver leikmaður hefur, það skiptir allt máli,” sagði Tabarez.

Það sem hann hefur auk allra þessara gæða er að hann er leiðtogi og það er enginn einn leikmaður sem getur stöðvað hann. Níu af leikmönnum Portúgals á vellinum eru evrópumeistarar, það segir allt um gæðin og við höfum verið að undirbúa okkur í þó nokkurn tíma. ”

Tabarez trúir því að lið sitt eigi möguleika á að vinna mótið og skila Úrúgvæ sínum þriðja heimsmeistaratitli, sá síðasti kom árið 1950.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner