Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júlí 2020 14:47
Magnús Már Einarsson
Annar Íslendingur til Slóvakíu - Nói semur við FK Senica
Mynd: Frej
Varnarmaðurinn Nói Snæhólm Ólafsson hefur samið við FK Senica í úrvalsdeildinni í Slóvakíu.

Nói er 26 ára gamall en hann spilaði í yngri flokkum KR áður en hann fór til Svíþjóðar þegar hann var á yngsta ári í 2. flokki.

Hann spilaði síðast með Syrianska í sænsku B-deildinni en hann hefur bæði spilað í B og C-deild þar í landi.

Nói var á reynslu hjá Senica á dögunum og eftir góða frammistöðu í æfingaleikjum samdi hann við Senica.

Nói er annar íslenski varnarmaðurinn sem fer í úrvalsdeildina í Slóvakíu í þessari viku en HK hefur lánað hægri bakvörðinn Birki Val Jónsson til Spartak Tranava næsta hálfa árið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner