Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júlí 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 8. umferð: Allir í liðinu gátu verið leikmaður umferðarinnar
Albert Hafsteinsson (Fram)
Lengjudeildin
Albert á ferðinni í leik gegn Leikni.
Albert á ferðinni í leik gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert er á sínu fyrsta tímbili með Fram. Hann ákvað að prófa nýja áskorun.
Albert er á sínu fyrsta tímbili með Fram. Hann ákvað að prófa nýja áskorun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagmaðurinn Albert Hafsteinsson var besti maður vallarins þegar Fram fór með 6-1 sigur af hólmi gegn Þór í Lengjudeild karla. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

„Var besti maður vallarsins í dag. Skoraði eitt og leggur upp tvö og var heilt yfir mjög flottur," skrifaði Anton Freyr Jónsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Sjá einnig:
Lið 8. umferðar: Flottir Framarar

„Þetta var algjör lykilleikur fyrir okkur," segir Albert um 6-1 sigur á Þór. „Við þurftum að komast aftur af stað eftir dapra stigasöfnun í síðustu þremur leikjum."

„Það var kraftur í öllu liðinu og mér fannst við miklu betri á öllum sviðum. Sóknarlega var liðið hreyfanlegt og við náðum að skapa hellings svæði til að spila í. Pressan okkar var góð og við náðum að komast í góðar stöður framarlega á vellinum. Í raun göngum við frá leiknum á tíu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik."

Albert gekk í raðir Fram fyrir tímabilið og hann segir að þetta hafi verið sinn besti leikur fyrir félagið og besti leikur liðsins frá því að hann kom.

„Þetta var klárlega minn besti leikur og liðsins líka. Ég spilaði aðeins framar en vanalega og það virkaði vel í þessum leik. Það voru margir í okkar liði sem áttu góða frammistöðu og líklega hægt að velja hvern og einn einasta sem leikmann umferðarinnar."

„Ég er mjög ánægður með að hafa tekið þá ákvörðun að koma í Safamýrina. Við erum með góðan leikmannahóp og þjálfarateymið frábært. Fótboltinn sem við spilum hentar mér vel og það er gaman að prófa nýja áskorun eftir að hafa verið uppá Skaga allan minn feril."

Fram er sem stendur í fjórða sæti með 17 stig, tveimur stigum frá toppnum. Það er gaman að þessari deild sem er jöfn og spennandi, sérstaklega við toppinn.

„Þetta er hörkudeild og að mínu mati sterkari en þegar ég spilaði síðast í henni fyrir tveimur árum. Það eru fleiri lið sem geta barist um efstu sætin. Liðin hafa verið að taka stig af hvort öðru og hingað til ekkert lið búið að stinga af. Vonandi verður þetta spennandi og skemmtileg deild fram í síðustu umferð."

Fram mætir Fylki í kvöld í Mjólkurbikarnum. Leikurinn fer fram án áhorfenda eftir að hertur reglur vegna kórónuveirunnar voru kynntar. Albert telur að Fram geti gefið Pepsi Max-deildarliði Fylkis hörkuleik. „Ef við spilum eins og við gerðum á sunnudaginn þá held ég að þetta verði hörkuleikur," segir Albert.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Athugasemdir
banner
banner
banner