Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júlí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Boateng opinn fyrir endurkomu í enska boltann
Mynd: Getty Images
Þýski miðvörðurinn Jerome Boateng á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við FC Bayern og gæti því skipt um félag á næstu vikum.

Hann segist hafa mikinn áhuga á enska boltanum og sagði í viðtali við CGTN Sports að hann myndi ekki hafna tækifæri til að snúa aftur í enska boltann.

Boateng verður 32 ára í september og var lykilmaður í liði Bayern á nýliðinni leiktíð. Hann var eitt tímabil hjá Manchester City 2010-11 áður en hann var fenginn til Bayern.

Boateng hefur lengi verið talinn til bestu miðvarða heims en missti sæti sitt í þýska landsliðinu eftir skelfilegt HM 2018 í Rússlandi.

„Ég myndi ekki hafna tækifærinu að snúa aftur í enska boltann. Ég elska að horfa á úrvalsdeildina og ég elskaði að spila í henni, ég lærði mikið á skömmum tíma. Ég veit ekki hvað gerist næst, ég er opinn fyrir mörgu," sagði Boateng.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner