Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júlí 2020 19:13
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Víkings og Stjörnunnar: Halldór Smári snýr aftur
Halldór Smári snýr aftur í lið Víkinga eftir meiðsli.
Halldór Smári snýr aftur í lið Víkinga eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur og Stjarnan mætast á Víkingsvelli í 16.liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Aðeins eru 3 dagar síðan liðin mættust í Pepsi Max deildinni á Samsungvellinum þar sem niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Leikurinn er um margt sérstakur en engir áhorfendur verða á vellinum vegna Covid-19 sýkinga sem blossað hafa upp í samfélaginu að nýju en jafnframt var tilkynnt í dag að öllum leikjum meistara og 2.flokks verði frestað til 5.ágúst hið minnsta.

Víkingar gera aðeins eina breytingu frá leiknum á mánudag. Halldór Smári Sigurðsson kemur inn í liðið í stað Viktors Andrasonar. Stjarnan gerir öllu fleiri breytingar eða fjórar talsins.Jósef Kristinn Jósefsson, Guðjón Pétur Lýðsson,Halldór Orri Björnsson og Emil Atlason koma inní byrjunarlið þeirra frá deildarleiknum á dögunum.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Víkings
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Erlingur Agnarsson
8. Sölvi Ottesen (f)
10. Óttar Magnús Karlsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason

Byrjunarlið Stjörnunar
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
5. Guðjón Pétur Lýðsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson
22. Emil Atlason
29. Alex Þór Hauksson (f)


Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner