Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2020 15:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikjum frestað til 5. ágúst - Staðan endurmetin þá
Frá leik FH og Gróttu í níundu umferð Pepsi Max-deildar karla.
Frá leik FH og Gróttu í níundu umferð Pepsi Max-deildar karla.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KSÍ hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leikjum í meistaraflokki og 2. flokki verði frestað frá 31. júlí til 5. ágúst.

Í dag voru hertar reglur kynntar á Íslandi vegna kórónuveirunnar en þar var mælst með því að kappleikir fullorðna verði frestað til 10. ágúst. KSÍ segir að staðan verði endurmetin 5. ágúst.

Það fara fram leikir í Mjólkurbikar karla í kvöld en leikið verður án áhorfenda. Fótbolti.net verður með fréttaritara á völlunum sem skila textalýsingum heim í stofu.

Tilkynning KSÍ
Stjórn KSÍ fundaði í dag, fimmtudaginn 30. júlí, um hertar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 sem taka gildi á hádegi föstudaginn 31. júlí. Samþykkt var að leikir (fimmtudags)kvöldsins fari fram samkvæmt leikjadagskrá, en að leikið verði án áhorfenda. Þeir fulltrúar fjölmiðla sem starfa við leiki kvöldsins hafa hefðbundinn aðgang að leikjunum.

Jafnframt samþykkti stjórnin að „fresta leikjum í meistara- og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. Fyrir 5. ágúst verði staðan endurmetin í samráði við heilbrigðisyfirvöld.

Minnt er á að á vef KSÍ er að finna tilmæli og leiðbeiningar KSÍ vegna sóttvarnaraðgerða, m.a. varðandi framkvæmd leikja og æfingar meistaraflokka. KSÍ hvetur knattspyrnuhreyfinguna áfram til að sýna varkárni í allri starfsemi og fara að öllu með gát.
Athugasemdir
banner
banner