Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 30. júlí 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirlo tekur við U23 liði Juventus
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo.
Mynd: Getty Images
Fyrrum miðjumaðurinn Andrea Pirlo er að demba sér út í þjálfun. Hann lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum og ætlar núna að taka fram þjálfaramöppuna.

Pirlo átti glæstan leikmannaferil. Hann lék með Inter, AC Milan og Juventus í heimalandi sínu og endaði svo ferilinn hjá New York City FC í Bandaríkjunum. Hann varð Heimsmeistari með Ítalíu árið 2006.

Pirlo var einstaklega góður og gáfaður miðjumaður. Listamaður með fótboltann ef svo má að orði komast.

Pirlo er kominn með sitt fyrsta starf í þjálfun og snýr hann aftur í sitt fyrrum félag. Hann er tekinn við U23 liði Juventus.

„Ný áskorun bíður og þessi endurkoma getur aðeins gert stuðningsmenn Juventus glaða. Velkominn aftur, þjálfari Pirlo," sagði í tilkynningu Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner