Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júlí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison: Ancelotti bað mig um að bíða aðeins
Richarlison er fjölhæfur framherji.
Richarlison er fjölhæfur framherji.
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Richarlison hefur vakið áhuga stórliða með frammistöðu sinni í enska boltanum, fyrst sem leikmaður Watford og núna hjá Everton.

Sky Sports greindi frá því í janúar að Everton hafi hafnað 85 milljón punda tilboði frá Barcelona í framherjann. Richarlison vill berjast um titla og það er því miður ekki í boði hjá Everton þessa stundina, þrátt fyrir ansi öflugan leikmannahóp.

Richarlison er tilbúinn til að yfirgefa félagið en segir að Carlo Ancelotti hafi sannfært sig um að gefa þessu verkefni annað tækifæri.

„Við erum búnir að ræða um þessi mál. Ancelotti bað mig um að bíða aðeins, hann vill nota mig á næstu leiktíð," sagði Richarlison.

„Hann er að vinna í að fá nýja leikmenn til félagsins og ég held að ég geti gefið honum eitt tímabil í viðbót. Hann er frábær þjálfari og ég get bætt leik minn mikið undir hans stjórn.

„Ég er viss um að Ancelotti muni gera breytingar á liðinu fyrir næstu leiktíð. Við munum bæta okkur sem lið og ég mun skora enn fleiri mörk."


Richarlison er 23 ára og hefur skorað sex mörk í nítján landsleikjum fyrir Brasilíu. Auk þess hefur hann gert 26 mörk í 71 úrvalsdeildarleik hjá Everton.

Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á tímabilinu með 15 mörk í öllum keppnum. Dominic Calvert-Lewin skoraði einnig fimmtán mörk en Bernard var þriðji markahæstur, með þrjú mörk skoruð.
Athugasemdir
banner
banner
banner