Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. júlí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nathan Dyer leggur skóna á hilluna
Nathan Dyer
Nathan Dyer
Mynd: Getty Images
Nathan Dyer hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður.

Vængmaðurinn lék með Southampton, Burnley, Sheffield United, Leicester City og Swansea. Hann var langlengst hjá Swansea eða í ellefu ár.

Dyer var hluti af Englandsmeistaraliði Leicester. Hann var á láni frá Swansea, kom við sögu í tólf deildarleikjum og á því meistara medalíu.

Dyer er 33 ára Englendingur sem skoraði 31 mark í 377 deildarleikjum. Hann vann þá deildabikarinn með Swansea árið 2013.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner