fim 30. ágúst 2018 13:02
Elvar Geir Magnússon
Elmar kallaður inn í landsliðið í stað Jóa Berg
Icelandair
Theodór Elmar Bjarnason kemur inn.
Theodór Elmar Bjarnason kemur inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren hefur tilkynnt breytingu á A-landsliðshópnum fyrir leikina gegn Sviss og Belgíu.

Jóhann Berg Guðmundsson missir af leikjunum vegna meiðsla, en Theódór Elmar Bjarnason kemur inn í hópinn í hans stað.

Ísland mætir Sviss, ytra, laugardaginn 8. september og Belgíu á Laugardalsvelli 11. september í fyrstu leikjum sínum í Þjóðadeildinni.

Elmar á 40 landsleiki fyrir Ísland en hann spilar í dag fyrir Elazigspor í tyrknesku B-deildinni. Hann var í EM hópnum en var ekki valinn fyrir HM í Rússlandi.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Qarabag)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Frederik Schram (Roskilde)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Kári Árnason (Gençlerbirliği)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)

Miðjumenn
Gyfi Þór Sigurðsson (Everton)
Emil Hallfreðsson (Frosinone)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshopper)
Guðlaugur Victor Pálsson (FC Zurich)
Theodór Elmar Bjarnason (Elazigspor)

Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson (Reading)
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov)
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)

Leikir Íslands Þjóðadeildinni
8. september Sviss-Ísland (St. Gallen)
11. september Ísland-Belgía (Laugardalsvöllur)
15. október Ísland-Sviss (Laugardalsvöllur)
15. nóvember Belgía-Ísland (Brussel)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner