Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 30. ágúst 2018 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Man Utd og Liverpool fá erfið verkefni
Ronaldo og Pogba fara á gamla heimavelli - Hörður mætir Real Madrid
Ronaldo kemur með Juventus til Manchester og mætir sínum gömlu félögum.
Ronaldo kemur með Juventus til Manchester og mætir sínum gömlu félögum.
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir PSG, Napoli og Crvena zvezda.
Liverpool mætir PSG, Napoli og Crvena zvezda.
Mynd: Getty Images
Pogba fer á sinn gamla heimavöll, rétt eins og Ronaldo.
Pogba fer á sinn gamla heimavöll, rétt eins og Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin er í riðli með Real Madrid og Roma.
Hörður Björgvin er í riðli með Real Madrid og Roma.
Mynd: Getty Images
Það var dregið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu við hátíðlega athöfn sem fram fór í Mónakó í dag. Manchester United og Liverpool, þau lið sem eiga hvað flesta stuðningsmenn hér á landi, fá erfitt verkefni í riðlakeppninni.

Manchester United er í riðli með Juventus, Valencia og Young Boys frá Sviss. Cristiano Ronaldo og Paul Pogba mæta sínum gömlu liðsfélögum. Pogba leikur í dag með Man Utd en Ronaldo er hjá Juventus.

Liverpool dróst í riðil með Paris Saint-Germain, Napoli og Crvena zvezda frá Serbíu. Það er ljóst að þetta verður erfitt fyrir Liverpool enda eru PSG og Napoli gríðarlega sterk lið, ásamt því að ferðalagið til Serbíu verður alltaf erfitt. Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistardeildarinnar í fyrra.

Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í riðlakeppninni, leikur CSKA Moskvu sem er í riðli með ríkjandi meisturum Real Madrid, ásamt Roma og Viktoria Plzen. Svo gæti farið að hinn bráðefnilegi Arnór Sigurðsson gangi í raðir CSKA Moskvu frá sænska liðinu Norrköping á næstu dögum.

Tottenham er í mjög erfiðum riðli með Barcelona, PSV Eindhoven og Inter Milan. Manchester City slapp heldur vel og er með Shakhtar Donetsk, Lyon og Hoffenheim.

Hér að neðan eru allir riðlarnir.

A-riðill
Atletico Madrid
Borussia Dortmund
AS Mónakó
Club Brugge

B-riðill
Barcelona
Tottenham
PSV Eindhoven
Inter

C-riðill
Paris Saint-Germain
Napoli
Liverpool
Crvena zvezda

D-riðill
Lokomotiv Moskva
Porto
Schalke
Galatasaray

E-riðill
Bayern München
Benfica
Ajax
AEK Aþena

F-riðill
Manchester City
Shakhtar Donetsk
Lyon
Hoffenheim

G-riðill
Real Madrid
Roma
CSKA Moskva
Viktoria Plzen

H-riðill
Juventus
Manchester United
Valencia
Young Boys

Fyrstu leikdagar eru 18. og 19. september en úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolitano, nýbyggðum heimavelli Atletico Madrid þann 1. júní næstkomandi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner