Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 30. september 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Aron Elís ætlar að fara frá Álasund
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson ætlar að fara frá norska félaginu Álasund þegar samningur hans rennur út um áramót en 433.is greinir frá þessu.

Aron Elís hefur verið í fimm ár hjá Álasund en liðið er á leið upp í norsku úrvalsdeildina á nýjan leik.

„Það er staðfest að ég ætla ekki að semja aftur við Álasund, mig langar að prufa eitthvað nýtt,“ sagði Aron Elís í samtali við 433.is í dag.

Fyrsti kostur Arons er að semja við nýtt lið á erlendri grundu. „Ég stefni auðvitað á að spila erlendis en maður bíður og sér hvað er í boði.“

Aron er uppalinn hjá Víkingi R. en bikarmeistararnir vilja fá hann aftur í sínar raðir. Hann hefur þó ekki rétt við félagið.

„Ég hef ekkert rætt við Arnar Gunnlaugsson, ég hef fengið nokkur skilaboð frá stuðningsmönnum en það hefur verið á léttu nótunum. Eins og er, þá er ég ekki á heimleið.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner