Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. september 2019 11:28
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna orðaður við Derby og Stoke
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er í enskum blöðum orðaður við Derby og Stoke í Championship deildinni.

Birkir er félagslaus í augnablikinu en hann komst að samkomulagi um starfslok hjá Aston Villa í síðasta mánuði.

Nurnberg, í þýsku úrvalsdeildinni, hefur einnig áhuga á Birki.

Undanfarnar vikur hefur Birkir líka verið orðaður við ítölsk félög, félag í Tyrklandi og FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Stoke er í neðsta sæti í Championship deildinni en liðið er án sigurs eftir níu leiki á tímabilinu. Afar heitt er orðið undir knattspyrnustjóranum Nathan Jones. Derby er með ellefu stig í fimmtánda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner