Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. september 2019 11:13
Magnús Már Einarsson
Hallgrímur Mar á leið til Hollands
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson, næstmarkahæsti leikmaður KA í sumar, mun flytja til Hollands í nokkra mánuði nú í haust. Þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í hlaðvarpi KA í gær.

Hallgrímur mun flytja út með kærustunni sinni sem verður þar í námi. Hallgrímur mun halda sér í formi úti og mun skoða félög til að æfa með en hann skrifaði undir þriggja ára samning við KA í sumar.

„Hann ætlar að sjá hvernig framtíðin verður út frá því en við reiknum með að hann komi seinniparts vetrar til baka. En fyrst og fremst verður hann að finna sátt með sinni fjölskyldu hvað er best að gera," sagði Óli Stefán í KA hlaðvarpinu.

„Ef hann kemur aftur í góðu skapi og eins flottur og hann er, erum við mjög heppnir,” sagði Óli.

Reiknarðu með honum næsta sumar? „Já, ég geri það.”

Óli sagði jafnframt að KA hefði áhuga á að semja aftur við Torfa Tímóteus Gunnarsson, sem lék vel með KA í sumar að láni frá Fjölni. Þá staðfesti hann viðræður við Iosu Villar um framhaldið en að David Cuerva væri á leiðinni frá KA.

„Við þurfum að styrkja hrygginn okkar og fá inn auka gæði til að geta tekið skrefið áfram,” sagði Óli Stefán meðal annars um leikmannamál KA sem eru í skoðun um þessar mundir en liðið hefur meðal annars verið orðað við Rodrigo Gomes Mateo, leikmann Grindavíkur, en Óli segir að það sé ekki rétt að hann sé búinn að semja við Akureyrarfélagið.

Smelltu hér til að hlusta á KA hlaðvarpið
Athugasemdir
banner
banner