Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. september 2019 11:35
Elvar Geir Magnússon
Holding ætlar á staðinn þar sem hann meiddist
Holding meiddist illa fyrir níu mánuðum.
Holding meiddist illa fyrir níu mánuðum.
Mynd: Getty Images
Rob Holding, varnarmaður Arsenal, ætlar að fara á nákvæmlega sama stað á Old Trafford og hann meiddist illa á.

Eftir samstuð við Marcus Rashford fyrir níu mánuðum sleit Holding krossband.

Hann spilaði sinn fyrsta alvöru leik eftir meiðslin þegar Arsenal vann 5-0 sigur gegn Nottingham Forest í deildabikarnum í síðustu viku.

Hann verður í leikmannahópnum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ég mun klára hringinn. Þrátt fyrir að ég verði kannski varamaður þá verður gott að labba akkúrat á staðinn þar sem ég meiddist og eiga smá stund þar," segir Holding.

„Ég hélt fyrst að ég hefði bara fengið högg á hnéð en þegar ég reyndi að setja smá þyngsli á það uppgötvaði ég að þetta væri eitthvað alvarlegt."

Leikur Manchester United og Arsenal verður 19 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner