Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 30. september 2019 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Honda heldur áfram að leita sér af félagi á Twitter
Vill fara aftur til AC Milan
Mynd: Getty Images
Japanski miðjumaðurinn Keisuke Honda starfar sem landsliðsþjálfari Kambódíu um þessar mundir en honum virðist leiðast þegar ekki er landsleikjahlé.

Hann hefur því tekið upp á því að leita sér að nýju félagi á Twitter og komst í fréttirnar á dögunum þegar hann reyndi að fanga athygli Manchester United.

Sú tiraun hefur ekki gengið upp því Honda er búinn að birta nýja færslu á samfélagsmiðlinum. Í þetta sinn vill hann ganga í raðir síns fyrrum félags, AC Milan.

„Ég hef alltaf viljað hjálpa ykkur. Hringið í mig þegar þið þurfið mig! @acmilan," tísti Honda í morgun.

Tímasetningarnar á tístunum eru ekki af handahófi. Man Utd tístið kom skömmu eftir slæman leik við Rochdale í deildabikarnum á meðan tístið til AC Milan kom tólf tímum eftir vandræðalegt 1-3 tap á heimavelli.

Honda, sem er 33 ára gamall, lék hátt upp í 100 keppnisleiki fyrir Milan frá 2013 til 2017.


Athugasemdir
banner
banner