Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. september 2019 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Hvaða stórliði mætir Breiðablik - Dregið 11:30
Blikar fagna marki í fyrri leiknum gegn Spörtu Prag. Hverjir verða næstu mótherjar?
Blikar fagna marki í fyrri leiknum gegn Spörtu Prag. Hverjir verða næstu mótherjar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 11:30 í dag hvaða stórlið verður mótherji Breiðabliks í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í næsta mánuði. Ljóst er að Blikar geta mætt einu af stærstu liðum Evrópu í þessum leik.

Þá fer drátturinn fram í Nyon í Sviss en fréttir af honum berast strax hér á Fótbolta.net.

Þegar er búið að ákveða styrkleikaröðun liðanna fyrir dráttinn í dag. Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki enda langminnst rankaða liðið í drættinum.

Þær gætu meðal annars mætt Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum hennar í Wolfsburg, en einnig Evrópumeisturum Lyon eða öðrum risa félögum. Breiðablik sló Spörtu frá Prag í Tékklandi úr leik í 32 liða úrslitum en nángrannar þeirra í Slavia Prag eru núna í pottinum.

Liðið sem fyrr er dregið úr skálinni fær fyrri leikinn heima. Fyrri leikirnir fara fram 16. og 17. október næstkomandi en síðari leikirnir 30. og 31. október.

Liðin sem Breiðablik getur mætt:
Lyon (Frakkland)
Wolfsburg (Þýskaland)
Paris Saint-Germain (Frakkland)
Barcelona (Spánn)
Bayern Munchen (Þýskaland)
Slavia Prag (Tékkland)
Manchester City (England)
Brøndby (Danmörk)
Athugasemdir
banner
banner