Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. september 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lögregluþjónn þurfti að fylgja Barkley í hraðbanka
Mynd: Getty Images
Ross Barkley var í byrjunarliði Chelsea sem lagði Brighton að velli um helgina, 2-0. Eftir leikinn brunaði Barkley til heimabæjarins, Liverpool, og skellti sér á lífið.

Þetta væri ekki frásögu færandi ef Barkley hefði ekki verið með ólæti í leigubíl fyrir framan hóp áhorfenda í miðborginni.

Barkley sat í leigubíl og reifst við leigubílstjórann sem vildi fá borgað eftir að enski landsliðsmaðurinn missti slatta af frönskum kartöflum í aftursætin.

Áhorfendurnir á djamminu tóku myndbönd af atvikinu og heyrist í einu þeirra þegar Barkley endurtekur að hann sé ekki með neinn pening til að borga. Þetta vakti mikla kátínu meðal áhorfenda sem byrjuðu að gera grín að atvinnumanninum í knattspyrnu sem gat ekki borgað taxa.

Rifrildin við leigubílstjórann gengu á í smá stund áður en lögreglu bar að garði. Eftir stuttar samræður samþykkti Barkley að fara með lögregluþjóni í hraðbanka og greiða leigubílstjóranum.

„Við sáum leigubíl stoppa og heyrðum bílstjórann rífast við farþegann sem reyndist svo vera enginn annar en Ross Barkley," sagði sjónarvottur í samtali við The Mirror.

„Það leit út fyrir að Barkley hafði misst nokkuð magn af frönskum í aftursætið og neitaði hann bæði að týna matinn upp og borga fyrir hreinsun.

„Þegar hann fór úr leigubílnum virkaði hann verulega ölvaður og virtist eiga í erfiðleikum með að standa í lappirnar."

Athugasemdir
banner
banner