Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 30. september 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho ætlar ekki til Ítalíu
Jose Mourinho fer ekki aftur til Ítalíu
Jose Mourinho fer ekki aftur til Ítalíu
Mynd: Nordic Photos
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho virðist hafa útilokað það að næsta verkefni hans verði á Ítalíu.

Mourinho hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Manchester United í desember en hann á glæstan þjálfaraferil að baki.

Hann hefur einnig þjálfað Chelsea í tvígang, Real Madrid, Porto og auðvitað Inter en hann er þó ekki á leið til Ítalíu.

„Framtíðin? Ég held að það verði ekki á Ítalíu," sagði Mourinho.

Hann gerði ótrúlega hluti með Inter. Hann tók við liðinu sumarið 2008 og gerði þá liðið að meisturum. Tímabilið á eftir vann hann deildina, bikarinn og Meistaradeildina.

„Inter er heimili mitt og fjölskylda. Massimo Moratti er vinur minn og forsetinn minn. Sagan af þrennunni er mögnuð. Ef ég hefði farið aftur á San Siro eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni til að fagan þá hefði ég aldrei farið frá Inter. Þegar maður segir bless við fjölskylduna þá er það mjög erfitt."

„Þetta kvöld vissi ég að ég væri að fara og ég gat ekki sagt nei við Real Madrid í þriðja skiptið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner