Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. september 2019 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Tómas og Bjarni Þór eru á Old Trafford
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson eru mættir á Old Trafford þar sem Manchester United tekur á móti Arsenal í klassískri viðureign og stórleik helgarinnar.

Síminn mun sýna beint frá leiknum eins og öðrum úrvalsdeildarleikjum og senti þá félagana í útlandaferð til að fylgjast nánar með leiknum.

Fyrir upphafsflautið ræddu þeir leikinn undir regnhlíf enda hellidemba í Manchester.

„Hversu mikla þolinmæði geturðu fengið sem stjóri Manchester United? Það þarf að vinna fótboltaleiki," sagði Tómas Þór.

„Það eru bara það miklar breytingar í gangi. Hann kom með þrjá nýja leikmenn þarna inn, þeir hafa allir virkað vel og þetta voru allt góð kaup," svaraði Bjarni Þór.

„Hann þarf tíma. Ég veit að það er erfitt fyrir fólkið heima að hlusta á þetta en þetta er bara svona. Það þarf nokkra glugga, ég er viss um að hann geti snúið þessu við."


Athugasemdir
banner
banner
banner