Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. september 2019 12:38
Magnús Már Einarsson
Olsen hættir með Færeyinga
Lars Olsen.
Lars Olsen.
Mynd: Getty Images
Lars Olsen mun hætta sem landsliðsþjálfari Færeyja í árslok en þetta staðfesti hann á fréttamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn fyrir komandi leiki gegn Rúmeníu og Möltu í undankeppni EM.

„Ég hef tekið eftir því hjá knattspyrnusambandinu að það er áhugi á að reyna eitthvað nýtt. Því get ég tilkynnt að ég held ekki áfram sem landsliðsþjálfari," sagði hinn danski Olsen í dag en hann hefur stýrt Færeyingum frá því árið 2011.

Færeyingar hafa verið í miklu basli í undankeppni EM en þeir hafa tapað öllum sex leikjum sínum og eru með markatöluna 3:20.

Heimir Guðjónsson, þjálfari HB, og Guðjón Þórðarson, þjálfari NSÍ Runavík, eru á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið í Færeyjum.

Heimir mun væntanlega ganga frá samningi við Val á næstu dögum og þá kemur hann ekki lengur til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner