mán 30. september 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Perisic fór næstum til Man Utd - Vonar að Bayern kaupi sig
Perisic og Icardi voru lánaðir út í ágúst.
Perisic og Icardi voru lánaðir út í ágúst.
Mynd: Getty Images
Króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic var nálægt því að ganga til liðs við Manchester United fyrir tveimur árum.

Á þeim tíma var Perisic einn heitasti bitinn á leikmannamarkaðinum og hafði skorað ellefu deildarmörk tvö tímabil í röð. Jose Mourinho var við stjórnvölinn hjá Man Utd og vildi ólmur fá Króatann til sín.

„Ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Man Utd. Ég var upp með mér þegar Jose hringdi. Það var mjög erfitt að neita honum en ég varð að gera það," sagði Perisic.

„Mig langaði virkilega mikið til að ganga í raðir United og það var sársaukafullt að hafna boðinu. Ég vil ekki fara nánar út í hvers vegna ég hafnaði boðinu, við skulum bara segja að ég uppgötvaði alvöru ástæðurnar tveimur árum síðar."

Perisic er enn á mála hjá Inter en leikur fyrir Þýskalandsmeistara FC Bayern út tímabilið. Þar er hann kominn með tvö mörk eftir þrjá deildarleiki.

„Mér líður ótrúlega vel hjá Bayern, sem er eitt af bestu knattspyrnufélögum heims. Ég er að gera allt í mínu valdi til að sannfæra þjálfarann og stjórnendur um að kaupa mig. "
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner