Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 30. september 2019 20:24
Magnús Már Einarsson
Rajko Stanisic hættur hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvarðarþjálfarinn Rajko Stanisic verður ekki áfram hjá Val á næsta tímabili en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net.

Þjálfaraskipti eru framundan hjá Val en Heimir Guðjónsson er að taka við af Ólafi Jóhannessyni sem hefur stýrt Val undanfarin fimm ár.

Rajko hefur verið markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val síðan árið 2011 og unnið nokkra titla með liðinu.

Valur vann bikarmeistatitla í karlaflokki 2015 og 2016 og Íslandsmeistaratitla 2017 og 2017 þegar Rajko var í þjálfarateyminu og kvennaliðið varð Íslandsmeistari í ár.

„Ég vil þjálfa áfram á Íslandi og ég er til í að skoða allt," sagði Rajko við Fótbolta.net í dag.

Áður en Rajko tók til starfa hjá Val var hann meðal annars markmannsþjálfari Keflavíkur þar sem hann varð tvívegis bikarmeistari.
Athugasemdir
banner