Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. september 2019 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Samúel Kári í sigurliði - Jökull fékk fjögur á sig
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn á miðjunni er Viking skellti Mjondalen með fjórum mörkum gegn einu.

Gestirnir frá Mjondalen komust yfir snemma leiks en áttu aldrei möguleika gegn sprækum heimamönnum.

Viking er á góðri siglingu og var þetta þriðji sigurinn í röð. Liðið er átta stigum frá Evrópusæti þegar sjö umferðir eru eftir af tímabilinu. Mjondalen er í fallbaráttunni.

Viking 4 - 1 Mjondalen
0-1 S. Johansen ('4)
1-1 E. Ostensen ('31)
2-1 B. Kallman ('58)
3-1 R. Hove ('69)
4-1 J. Furdal ('80)

Í ensku varaliðadeildinni átti Jökull Andrésson ekki sinn besta dag er Reading tók á móti Stoke.

Jökull fékk þrjú mörk á sig í fyrri hálfleik og missti liðsfélaga af velli með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks.

Lokatölur urðu 0-4 og var þetta annað tap Jökuls og félaga í röð. Reading ermum miðja deild, með níu stig eftir sjö umferðir.

Reading U23 0 - 4 Stoke U23
0-1 J. Dunwoody ('17)
0-2 J. Ngoy ('25)
0-3 D. Jarvis ('39, víti)
0-4 G. Kyeremateng ('69)
Rautt spjald: B. House (Reading, '51)
Athugasemdir
banner