Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. september 2019 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Pjanic getur þakkað móður sinni fyrir skotfótinn
Pjanic hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Juve undanfarin þrjú ár.
Pjanic hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Juve undanfarin þrjú ár.
Mynd: Getty Images
Miralem Pjanic hefur verið meðal bestu leikmanna Juventus eftir að Maurizio Sarri tók við ítalíumeisturunum í sumar.

Pjanic, 29 ára, er búinn að skora tvö lagleg mörk í síðustu tveimur deildarleikjum og hefur fengið mikið lof frá ítölskum fjölmiðlum.

Sarri hefur einnig verið hrósað fyrir að hafa fundið fullkomið leikkerfi fyrir Pjanic. Sarri segist þó ekki eiga allar þakkirnar skilið.

„Pjanic getur þakkað móður sinni fyrir skotfótinn, ekki þjálfaranum. Kannski getur hann þakkað föður sínum fyrir, ég veit ekki hvort er með betri skotfót," sagði Sarri þegar honum var hrósað fyrir frammistöðu Pjanic.

„Það sem skiptir mig mestu máli eru sendingarnar. Hann átti yfir 120 sendingar í síðasta leik og fæstar þeirra voru til hliðanna, það er gríðarlega mikilvægt fyrir leikstílinn okkar."
Athugasemdir
banner
banner