Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. september 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Shevchenko að taka við Milan?
Andriy Shevchenko
Andriy Shevchenko
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úkraínski þjálfarinn Andryi Shevchenko gæti verið að taka við ítalska félaginu AC Milan en Tuttomercatoweb greinir frá þessu í kvöld.

Marco Giampaolo er þjálfari Milan en liðinu hefur gengið afar illa í byrjun leiktíðar og er liðið í 16. sæti með 6 stig eftir sex umferðir.

Liðið tapaði 3-1 fyrir Fiorentina í gær en Giampaolo nær ekki í sigur í næsta leik þá verður hann látinn fara.

Samkvæmt Tuttomercatoweb þá hefur Milan sett sig í samband við Andryi Shevchenko en hann er nú þjálfari úkraínska landsliðsins.

Samningur hans þar er til 2020 en hann er vel þekktur í Mílanó enda lék hann fyrir Milan fyrst frá 1999-2006 og svo kom hann á láni tímabilið 2008-2009 frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner