Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær ætlar að fá framherja í janúar
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, segir það ekkert leyndarmál að félagið ætli sér að fá framherja í janúar.

United-liðið er frekar berskjaldað þegar það kemur að sóknarmönnum en félagið lét Romelu Lukaku og Alexis Sanchez frá sér og nú er United aðeins með Anthony Martial, Marcus Rashford og Mason Greenwood, sem er aðeins 17 ára gamall.

„Þegar við leyfðum Alexis og Romelu að fara þá þarf ekki eldflaugasérfræðing til þess að sjá að við ætlum að fá framherja næst þegar markaðurinn opnar. Við erum að leita að mönnum sem geta skapað og skorað mörk," sagði Solskjær.

„Það er hins vegar tilgangslaust að fá inn leikmann sem þú ert ekki hundrað prósent viss um. Þegar þú færð inn leikmann þá þarf það að vera rétti maðurinn sem verður hérna til lengri tíma."

„Við erum að leitast eftir leikmönnum til lengri tíma og ég get ekki hugssað um að ég þurfi leikmenn til að vernda orðsporið mitt. Það þarf að hugsa um félagið. Við gátum fengið inn framherja í sumar en það var enginn sem við höfðum áhuga á að fá. Við gátum ekki fengið þá sem við vildum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner