Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Lindelöf: Barcelona vildi kaupa hann í sumar
Victor Lindelöf var eftirsóttur af Barcelona
Victor Lindelöf var eftirsóttur af Barcelona
Mynd: Getty Images
Hasan Cetinkaya, einn umdeildasti umboðsmaður heims, segir að Barcelona hafi reynt að fá Victor Lindelöf frá Manchester United í sumar.

Cetinkaya var í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet á dögunum en þar ræddi hann um áhuga Barcelona á Lindelöf.

Sænski miðvörðurinn var í sigtinu hjá Barcelona eftir að Juventus keypti Matthijs de Ligt frá Ajax.

„Það var mikill áhugi frá félögum sem eru betri en Manchester United í augnablikinu. Þegar De Ligt fór til Juventus þá var Lindelöf aðalskotmarkið hjá Barcelona," sagði Cetinkaya.

„Leikstíll hans og DNA-ið hans í fótboltanum er mjög líkt þeim stíl sem Barcelona spilar. Hann er einn af bestu varnarmönnum heims með boltann og Barcelona vildi fá hann. Þanni var það og ég get talað um það núna. Félagið hafði samband við Ed Woodward í nokkur skipti með tilboð."

„Ég átti fund með Matt Judge, sem sér um félagaskiptin hjá liðinu, og reyndi að sannfæra hann um að selja hann en þeir sögðu að það væri ekki séns,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner