mán 30. september 2019 14:30
Fótbolti.net
Zeba vill spila áfram á Íslandi - Hefur upplifað ævintýri víða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Josip Zeba, varnarmaður Grindavíkur, hefur hug á að spila áfram á Íslandi næsta sumar. Zeba var gestur í lokaþætti Innkastsins um helgina þar sem hann fór um víðan völl.

„Ég vona að ég verði áfram á Íslandi. Það eru margir Króatar sem hafa spilað á Íslandi og allir töluðu vel um það og fólkið hérna. Ég vil þakka liðsfélögunum fyrir þá 5-6 mánuði sem ég hef verið hérna," sagði Zeba sem vill spila í Pepsi Max-deildinni.

„Auðvitað vil ég það. Ég er ævintýragjarn og vinir mínir segja að ég eigi bara eftir að spila í Ameríku og Afríku á ferlinum. Ég vil vera hér lengur. Hver veit hvað gerist? Við féllum svo kannski fer ég eða verð áfram. Maður veit aldrei í fótbolta. Fyrir ári var ég í Víetnam, fyrir tveimur árum í Rúmeníu og þremur árum í Slóveníu."

Grindavík féll úr Pepsi Max-deildinni þrátt fyrir að hafa fengið næstfæst mörk á sig í deildinni í sumar.

„Þetta var mjög skrýtið tímabil. Við spiluðum mjög góða vörn en við skoruðum ekki nóg. Ég varð markahæstur og það er ekki gott þegar varnarmaður er markahæstur," sagði Zeba og hló.

Zeba er 29 ára gamall Króati en hann hefur leikið víða á ferli sínum. Síðast var hann á mála hjá HAGL í Víetnam.

„Í Víetnam eru allir 1,45 metri á hæð. Þeir eru hraðari og eru eins og moskító flugur. Þetta er auðveldara fyrir mig hér og ég náði að aðlagast vel," sagði Zeba.

„Í Víetnam búa 150 milljónir svo það var öðruvísi að koma til Grindavíkur þar sem 2000 manns búa. Ég kann vel við mig á Íslandi. Andrúmsloftið er rólegt og ég kann vel við mig," bætti Zeba við en hann kann betur við matinn á Íslandi heldur en í Víetnam.

„Maturinn er betri en í Víetnam. Þar borðaði ég hunda og ketti og ég vissi aldrei hvað var á boðstólnum. Fiskurinn í Grindavík er sá besti í heimi," sagði Zeba í Innkastinu.

Hlusta má á viðtalið í heild í Innkastinu.
Innkastið - Gestagangur í hátíðarútgáfu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner