Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 30. september 2022 08:40
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkjamenn ræða um kaup á Everton - Barca vill Neves
Powerade
Barcelona horfir til Neves.
Barcelona horfir til Neves.
Mynd: EPA
Chelsea vill Dumfries.
Chelsea vill Dumfries.
Mynd: EPA
Newcastle hefur áhuga á Maddison.
Newcastle hefur áhuga á Maddison.
Mynd: Getty Images
Landsleikjaglugginn er að baki og enska úrvalsdeildin fer aftur af stað á morgun! Neves, Dumfries, Cancelo, Haaland, Maddison, Tielemans, Martínez, Gakpo og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Bandaríski viðskiptamaðurinn Maciek Kaminski og hans hópur hafa enn áhuga á að kaupa Everton og eru í viðræðum við núverandi eiganda felagsins, Farhad Moshiri. (Guardian)

Barcelona horfir til Ruben Neves (25), miðjumanns Wolves og portúgalska landsliðsins, sem kost til að verða framtíðararftaki Sergio Busquets (34). (Sport)

Chelsea vill kaupa hollenska landsliðsvængbakvörðinn Denzel Dumfries (26) frá Inter. Ítalska félagið er tilbúið að selja fyrir um 44 milljónir punda. (Calciomercatoweb)

Real Madrid mun reyna að kaupa portúgalska bakvörðinn Joao Cancelo (28) frá Manchester City næsta sumar og eru einnig með áætlanir um að reyna að fá norska sóknarmanninn Erling Haaland (22) 2024. (AS)

Faðir Erling Haaland ýjar að því að sonur sinn muni aðeins vera tvö til þrjú tímabil hjá Manchester City áður en hann fer til Spánar. (Times)

Newcastle United er með tvo miðjumenn Leicester City á sínum óskalista fyrir næsta ár; Englendinginn James Maddison (25) og Belgann Youri Tielemans (25). (90 min)

Forráðamenn félaga í ensku úrvalsdeildinni ræða um að stjörnulið deildarinnar gætu mætt samskonar úrvalsliði úr spænsku eða þýsku deildinni. (Times)

Aston Villa hefur ekki í hyggju að láta argentínska markvörðinn Emiliano Martínez (30) frá sér í janúarglugganum en Manchester United er meðal félaga sem hafa áhuga. (Football Insider)

Manchester United, Southampton og Everton hafa enn áhuga á að fá hollenska sóknarleikmanninn Cody Gakpo (23) og gætu gert tilboð í janúarglugganum. (Football Transfers)

Ítalski stjórinn Antonio Conte (53) hafnar þeim fréttum að hann gæti snúið aftur til Juventus. (Evening Standard)

Brighton áætlar að fara í viðræður við Leandro Trossard (27) og Alexis Mac Allister (23) um nýja samninga. (Athletic)

Franski varnarmaðurinn Morgan Sanson (28) hjá Aston Villa var á leið til Espanyol en gögnin bárust aðeins fimmtán mínútum fyrir lok gluggans í sumar. (L'Equipe)

Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa áhuga á Dario Osorio (18) landsliðsmanni Síle. Brighton, Brentford, Leicester og Wolves hafa einnig mikinn áhuga á miðjumanninum unga sem spilar fyrir Universidad de Chile. (90min)

Liverpool gæti gert janúartilboð í egypska vængmanninn Ibrahim Adel (21) sem spilar fyrir Pyramids í heimalandinu. Arsenal, Brentford, Brighton og Nottingham Forest eru einnig með augastað á leikmanninum. (90min)

Juventus fær samkeppni frá Arsenal, Liverpool, Tottenham, AC Milan og Barcelona um spænska framherjann Marco Asensio (26) sem hafnaði framlengdum samningi við Real Madrid. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner