fös 30. október 2020 11:10
Elvar Geir Magnússon
Æfingabúðir Íslands fyrir Ungverjaleikinn verða á heimavelli Alfreðs
Icelandair
Alfreð Finnbogason á æfingu hjá Augsburg.
Alfreð Finnbogason á æfingu hjá Augsburg.
Mynd: Getty Images
Þann 12. nóvember mætast Ungverjaland og Ísland í Búdapest í hreinum úrslitaleik um sæti á EM alls staðar sem fram fer á næsta ári.

Ísland mun undirbúa sig fyrir leikinn í æfingabúðum í Ágsborg, hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Augsburg en Alfreð Finnbogason leikur með liðinu.

Landsliðshópurinn verður væntanlega opinberaður eftir viku en þann 8. og 9. nóvember fara leikmenn svo að tínast í æfingabúðirnar í Þýskalandi.

Daginn fyrir leikinn gegn Ungverjalandi, þann 11. nóvember, verður flogið til Búdapest og æft á keppnisvellinum eins og venja er daginn fyrir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner