Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   mið 30. október 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Víkurfréttir | Víkurfréttir 
Sameining Víðis og Reynis væntanleg innan árs
Víðir mun sameinas með Reyni
Víðir mun sameinas með Reyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Reynis í sumar
Úr leik Reynis í sumar
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Reynir Sandgerði og Víðir í Garði hafa ásamt Suðurnesjabæ gert með sér viljayfirlýsingu um stofnun nýs íþróttafélags en stefnt er að því að setja félagið á laggirnar í október á næsta ári. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.

Viljayfirlýsingin var undirrituð í gær af formönnum beggja félaga ásamt bæjarstjóra Suðurnesjabæjar um að sameina félögin og stuðla þannig að aukinni íþróttaiðkun hjá fólki á öllum aldri og kynjum.

Þegar er búið að stofna stýrihóp sem mun halda utan um verkefnið en hann hefur störf í nóvember.

„Stofnun og starfsemi eins íþróttafélags í Suðurnesjabæ er mikilvægt framlag við að sameina íbúa sveitarfélagsins í einu samfélagi og til að efla íþróttastarf til framtíðar,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs.

Lagt er til að Bronsvöllur (aðalvöllur Reynis) verði nýr aðalvöllur nýja félagsins þannig hann standist kröfur sem aðalvöllur í efstu stigum íslenska boltans og verður gerð tímasett áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir þannig hann verði klár fyrir sumarið 2026.

Þá er einnig lagt til að nýr gervigrasvöllur með flóðlýsingu verði reistur á malarvellinum í Garði. Hann verður skilgreindur sem æfinga- og keppnisvöllur yfir vetrartímann.

Nesfiskvöllurinn í Garði verður áfram notaður fyrir æfingar og leiki, en þó aðeins þegar þörf er á.

Félögin munu því leikja undir merkjum Reynis og Víðis í síðasta sinn næsta sumar.

Víðir hafnaði í öðru sæti 3. deildar í sumar og mun því fara upp í 2. deild.

Reynir féll á meðan úr 2. deild og mun því leika í 3. deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner