Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 30. nóvember 2018 11:40
Elvar Geir Magnússon
Allt sem þú þarft að vita um dráttinn á sunnudag
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur EM 2020 verður á Wembley.
Úrslitaleikur EM 2020 verður á Wembley.
Mynd: Getty Images
Dregið verður í Dyflinni.
Dregið verður í Dyflinni.
Mynd: Getty Images
Á næsta ári fer undankeppnin fyrir EM 2020 fram. Hér má sjá hvenær dregið verður í riðla og ýmsar upplýsingar.

Hvenær er drátturinn?
Hann verður klukkan 11:00 að íslenskum tíma sunnudaginn 2. desember. Dregið verður í Ráðstefnumiðstöðinni í Dublin.

Hvernig eru styrkleikaflokkarnir?
Þau fjögur lið sem keppa til úrslita í Þjóðadeildinni eru saman í potti en þau verða að vera í fimm liða riðlum. Ástæðan er að í júní 2019 fer úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar fram.

Þjóðadeildarpotturinn: England, Portúgal, Holland, Sviss.

Styrkleikaflokkur 1: Belgía, Frakkland, Ítalía, Spánn, Króatía, Pólland.

Styrkleikaflokkur 2: Þýskaland, Ísland, Bosnía og Herzegóvína, Úkraína, Danmörk, Svíþjóð, Rússland, Austurríki, Wales, Tékkland.

Styrkleikaflokkur 3: Slóvakía, Tyrkland, Írland, N-Írland, Skotland, Noregur, Serbía, Finnland, Búlgaría, Ísrael.

Styrkleikaflokkur 4: Ungverjaland, Rúmenía, Grikkland, Albanía, Svartfjallaland, Kýpur, Eistland, Slóvenía, Litháen, Georgía.

Styrkleikaflokkur 5: Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland, Lúxemborg, Armenía, Aserbaijdsan, Kasakstan, Moldavía, Gíbraltar, Færeyjar.

Styrkleikaflokkur 6: Lettland, Liechtenstein, Andorra, Malta, San Marínó.

Hversu mörg lið eru í hverjum riðli?
Það verða fimm riðlar með fimm liðum og fimm riðlar með sex liðum.

Eru einhverjar hömlur fyrir dráttinn?
Það eru ansi mörg flækjustig. Til dæmis er Ísland meðal landa sem eru flokkuð sem kuldalönd en aðeins tvö lið úr þeim flokki geta verið í sama riðli.

Þá eru lönd einnig flokkuð eftir lengd ferðalaga og þau lönd sem eru gestgjafar leikja á EM 2020 eru einnig flokkuð.

Af pólitískum ástæðum getur Gíbraltar ekki mætt Spáni og þá getur Kosóvó hvorki mætt Bosníu og Herzegóvínu né Serbíu.

Hversu mörg lið komast á EM?
24. Þar af eru 20 sem komast beint og fjögur í gegnum umspilið.

Tvö efstu lið hvers riðils kemst áfram. Umspilið fer eftir frammistöðu í Þjóðadeildinni. Mögulegt er að Ísland fari í það umspil ef liðið nær ekki beinu sæti á EM.

Hvenær eru leikdagar næsta árs?
21.-23. mars
24. - 26. mars
7. - 8. júní
10. - 11. júní
5. - 7. september
8. - 10. september
10. - 12. október
13. - 15. október
14. - 16. nóvember
17. - 19. nóvember

Hvernig virkar umspilið fyrir EM 2020?
Eftir undankeppnina verður leikið um fjögur síðustu sætin á EM í fjórum aðskildum umspilskeppnum sem tengjast Þjóðadeildinni. Sérstök varaleið á EM.

Eitt lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar kemst áfram úr umspilinu. Það þýðir að allavega eitt lið úr C og D-deildunum kemst á EM 2020. Ef sigurvegari riðils Þjóðadeildarinnar hefur þegar komist á EM þá kemst það lið með næst besta árangur í deildinni í umspilið. Það þýðir því að það sé ekki endilega liðið í öðru sæti þess riðils.

Ísland var í A-deild Þjóðadeildarinnar en það er líklegt að flest, ef ekki öll, liðin þaðan komist beint á EM. Þá yrðu fleiri lið úr deildunum fyrir neðan í umspilinu.

Það eru því góðar líkur á að Ísland fái aukatækifæri til að komast á EM ef strákarnir okkar komast ekki áfram upp úr riðli undankeppninnar.

Umspilið verður spilað í mars 2020, nokkrum mánuðum fyrir lokakeppnina.

Þessi lið eru örugg með umspilssæti ef þau komast ekki beint á EM:

A: England, Holland, Portúgal, Sviss
B: Bosnía og Herzegóvína, Danmörk, Svíþjóð, Úkraína.
C: Finnland, Noregur, Skotland, Serbía
D: Georgía, Hvíta-Rússland, Kosóvó, Makedónía

Hvenær er EM 2020 og hvar?
Úrslitakeppnin verður spiluð um alla Evrópu að þessu sinni, 12. júní - 12. júlí.

A-riðill: Róm (Ítalía) og Baku (Aserbaídsjan)
B-riðill: Pétursborg (Rússland) og Kaupmannahöfn (Danmörk)
C-riðill: Amsterdam (Holland) og Búkarest (Rúmenía)
D-riðill: London (England) og Glasgow (Skotland)
E-riðill: Bilbao (Spánn) og Dublin (Írland)
F-riðill: München (Þýskaland) og Búdapest (Ungverjaland)

16-liða úrslit: London, Kaupmannahöfn, Búkarest, Amsterdam, Dublin, Bilbao, Búdapest og Glasgow.

8-liða úrslit: München, Baku, Pétursborg, Róm.

Undanúrslit og úrslit: Wembley leikvangurinn í London.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner